
Umferð við Hafnarfjall um liðna helgi. Ljósm. mm
Fá alvarleg slys miðað við stærð ferðahelgarinnar
Að líkindum var síðasta helgi ein sú stærsta í umferðinni hér á landi. Margir landsmenn voru þá að hefja sumarleyfi og lögðu land undir fót. Um síðustu helgi voru fjölmörg mannamót. Hér á Vesturlandi voru m.a. Írskir dagar á Akranesi, Ólafsvíkurvaka og Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi. Fjölmenni sótti þessa staði. Auk þess var N1 mótið í knattspyrnu á Akureyri, Bæjarhátíð Bíldudals, Allt í blóma í Hveragerði og Goslokahátíð í Eyjum. Umferðin gekk að mestu vel, að undanskyldum árekstri í Eyjafirði og vélhjólaslysi í Staðarsveit, sem greint er frá í sérstakri frétt hér á síðunni um liðna helgi.