
Á þessu ári verða tveir farnetssendar settir upp á Vesturlandi, annars vegar á Brennistöðum í Flókadal og hins vegar á Fitjum í Skorradal, þar sem þessi mynd var tekin. Ljósm. mm
Kostar á annan tug milljóna að koma upp farnetssendum
Undanfarið hefur fjarskiptafélagið Míla hf. unnið að áfangaskiptri niðurlagningu á einu umfangsmesta fjarskiptakerfi landsins; koparheimtaugakerfi félagsins. Kerfið hefur þjónað Íslendingum í yfir heila öld, upphaflega sem burðarás talsímaþjónustu og síðar sem grunnur fyrir háhraðagagnaflutning með VDSL tækni. Við þessa yfirfærslu á undirliggjandi tækni er gert ráð fyrir að í flestum tilvikum að notendur hafi áfram aðgang að viðunandi fjarskiptasambandi í gegnum farnet, þegar kopartengingu nýtur ekki lengur við, og ekki er mögulegt að færa tengingu yfir á ljósleiðarkerfi.