
Framkvæmdir hafnar við þjónustustöð N1 á Akranesi
Framkvæmdir eru nú hafnar á lóðinni Elínarvegi 3 á Akranesi hvar N1 reisir nýja þjónustustöð. Festi móðurfélag N1 og Akraneskaupstaður undirrituðu í vetur samning um kaup bæjarins á fasteignum N1 á Akranesi við Þjóðbraut og Dalbraut. Jafnframt var N1 úthlutað lóðinni Elínarhöfða 3, sem er austan við Hausthúsatorg.