
Spákort sem sýnir hita fyrir mánudaginn 14. júlí klukkan 15. Skjáskot af vef Veðursgtofunnar
Spá miklum hlýindum nú í byrjun vikunnar
Í upphafi þessarar viku gera veðurspár ráð fyrir að hlýr loftmassi berist yfir landið. „Í stuttu máli má segja að útlit sé fyrir að hlýindi í neðri helmingi veðrahvolfsins verði með því sem mest verður hér á okkar góða landi,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings.