
Drógu vélarvana Dettifoss í höfn
Varðskipið Freyja kom með Dettifoss, fragtskip Eimskips, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, til hafnar í Reykjavík síðdegis í gær. Dettifoss var á leið frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi á miðvikudaginn þegar skipið varð vélarvana um 390 sjómílur suðvestur af Reykjanestá. Freyja kom að Dettifossi eftir miðnætti sama dag og komu gæsluliðar dráttartaug milli skipa og hófu heimsiglingu. Það var svo dráttarbátar Faxaflóahafna sem tók við drættinum af Freyju við Engey um sexleytið í gær og kom Dettifossi að bryggju. Í gær var farið í að greina ástand skipsins og undirbúa viðgerðir. Gert var ráð fyrir að viðgerðir hefjist í dag og stefnt að því að Dettifoss haldi áætlun sinni áfram í vikunni. Í tilkynningu frá Eimskip er komið fram þakklæti til allra viðbragðsaðila sem komu að málinu, sérstaklega Landhelgisgæslu Íslands.