Fréttir

true

Haldið upp á ostadaginn með skottsölu og vörukynningum

Rjómabúið Erpsstaðir í Dölum heldur í tilefni af alþjóðlega ostadeginum næstkomandi sunnudag upp á daginn með því að bjóða gestum að smakka á völdum ostum og eiga góða stund í sveitinni. Pizza Popolare, sem hefur um nokkurra missera skeið selt pizzur með ostum frá Rjómabúinu Erpsstöðum, munu mæta og bjóða uppá pizzur bakaðar á staðnum.…Lesa meira

true

Steinlistaverk til heiðurs íbúum Hellissands og Snæfellsjökli

Þýski listamaðurinn Jo Kley vinnur nú að steinlistaverki í Rifi sem tileinkað verður íbúum Hellissands og Snæfellsjökli. Jo Kley hefur um árabil unnið að stórum steinlistaverkum og er þau að finna víða um heim. Hann hefur tekið miklu ástfótri við Snæfellsnes og íbúa þess. Skemmst er að minnast að hann vann verkið Frelsisvitann á árinu…Lesa meira

true

Kurr á sumartónleikum í Hallgrímskirkju

Næstu sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ verða sunnudaginn 6. júlí kl. 16.00. Þar kemur fram kvartettinn KURR, en hann skipa Valgerður Guðnadóttir söngkona, Helga Laufey Finnbogadóttir píanóleikari, Guðjón Steinar Þorláksson kontrabassaleikari og Erik Qvick á slagverk. Á efnisskrá þeirra eru frönsk, sænsk og íslensk sönglög í mismunandi stíltegundum. Leikhús- og kvikmyndatónlist, þjóðlög með jazzívafi og…Lesa meira

true

Lengt fæðingarorlof vegna fjölbura

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem felur í sér að fæðingarorlof lengist verulega fyrir foreldra með fjölbura og vegna veikinda á meðgöngu. Foreldrar eiga samkvæmt lögunum sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn sem fæðist umfram eitt. Eignist fólk tvíbura lengist orlofið um hálft…Lesa meira

true

Andlát – Magnús Þór Hafsteinsson

Strandveiðisjómaðurinn sem lést í gærmorgun í kjölfar þess að bátur sem hann réri á sökk vestur af Blakki við Patreksfjörð, hét Magnús Þór Hafsteinsson. Auk sjómennsku var Magnús Þór afkastamikill rithöfundur og þýðandi, fyrrum blaðamaður og alþingismaður. Í frásögn af slysinu í gær segir að það hafi verið skipverji fiskibáts í grenndinni sem hafði samband…Lesa meira

true

Gistinóttum fjölgaði um þriðjung – mest fjölgun var á Vesturlandi

Gistinóttum á hótelum í maí fjölgaði hvergi meira á milli ára en á Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 31,6%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands um fjölgun gistinátta í maí árin 2024 og 2025. Á landinu öllu fjölgaði gistináttum um 9,8% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Á Vesturlandi og Vestfjörðum voru…Lesa meira

true

Fellihýsageymslan er ný fjölskyldubók úr Grundarfirði

Marta Magnúsdóttir í Grundarfirði hefur gefið út bókina Fellihýsageymslan við myndlýsingar eftir Kalla Youze myndlistarmann. Bókin var að berast til landsins og er nú á leið í allar helstu bókaverslanir og víðar. „Þetta er mikil gleðistund eftir tveggja ára ferli á bak við útgáfuna,“ segir Marta í samtali við Skessuhorn. Fellihýsageymslan er 150 blaðsíðna fjölskyldubók…Lesa meira

true

Írsk vika hefst á Útgerðinni í kvöld

Starfsfólk Útgerðarinnar mun stiga öldu Írskra daga sem nú eru að hefjast á Akranesi. Það verður nýjasti kórinn í tónlistarflóru Skagamanna sem ríður á vaðið í fjölbreyttri dagskrá Útgerðarinnar næstu daga. Dagskráin er einkum löguð að þörfum þeirra sem eldri eru og vilja ögn rólegri tíð. Vonast er til þess að útisvæði verði tekið í…Lesa meira

true

Sterkar göngur á kvöldflóðinu

„Hollið fékk nokkra laxa en það voru að koma sterkar göngur á kvöldflóðinu í fyrrakvöld,“ sagði Skúli Sigurz Kristjánsson en hann var að hætta veiðum í Laxá í Leirársveit um hádegi i gær. Laxinn var að ganga í ána þótt vatnið væri lítið. „Það voru ekki miklar rigningar hérna, aðeins dropar af og til í…Lesa meira

true

Elizabeth Bueckers með þrennu í góðum sigri ÍA

Lið ÍA og Fylkis mættust í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Fyrir leikinn sátu bæði lið við botninn með sex stig. Skemmst er frá því að segja að Elizabeth Bueckers og stöllur hennar í liði ÍA fóru mikinn strax í upphafi leiks. Elizabeth skoraði fyrsta markið á 17. mínútu og Erna Björt Elíasdóttir bætti…Lesa meira