
Ostakynningar, skottsala/markaður, tombólur, fræðsla, gönguferð og Pup up pizza Popolare, með úrvali af ostaáleggi framleiddu af Rjómabúinu.
Haldið upp á ostadaginn með skottsölu og vörukynningum
Rjómabúið Erpsstaðir í Dölum heldur í tilefni af alþjóðlega ostadeginum næstkomandi sunnudag upp á daginn með því að bjóða gestum að smakka á völdum ostum og eiga góða stund í sveitinni. Pizza Popolare, sem hefur um nokkurra missera skeið selt pizzur með ostum frá Rjómabúinu Erpsstöðum, munu mæta og bjóða uppá pizzur bakaðar á staðnum. Settur verður upp „skott“ markaður þar sem sölumenn selja sínar vörur, hver úr sínum bíl.