Fréttir

Kurr á sumartónleikum í Hallgrímskirkju

Næstu sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ verða sunnudaginn 6. júlí kl. 16.00. Þar kemur fram kvartettinn KURR, en hann skipa Valgerður Guðnadóttir söngkona, Helga Laufey Finnbogadóttir píanóleikari, Guðjón Steinar Þorláksson kontrabassaleikari og Erik Qvick á slagverk. Á efnisskrá þeirra eru frönsk, sænsk og íslensk sönglög í mismunandi stíltegundum. Leikhús- og kvikmyndatónlist, þjóðlög með jazzívafi og lög eftir píanóleikara kvartettsins, Helgu Laufeyju, m.a. við texta Hallgríms Péturssonar. Kvartettinn Kurr hefur haldið fjölda tónleika, m.a. í Salnum í Kópavogi, Bláu kirkjunni Seyðisfirði, Sigurjónssafni og Háskóla Íslands.

Kurr á sumartónleikum í Hallgrímskirkju - Skessuhorn