Fréttir
Jo Kley við gerð hins nýja listaverks í Rifi. Ljósm. af

Steinlistaverk til heiðurs íbúum Hellissands og Snæfellsjökli

Þýski listamaðurinn Jo Kley vinnur nú að steinlistaverki í Rifi sem tileinkað verður íbúum Hellissands og Snæfellsjökli. Jo Kley hefur um árabil unnið að stórum steinlistaverkum og er þau að finna víða um heim. Hann hefur tekið miklu ástfótri við Snæfellsnes og íbúa þess. Skemmst er að minnast að hann vann verkið Frelsisvitann á árinu 2022 sem afhjúpaður var við sjávarsíðuna á Hellissandi.

Steinlistaverk til heiðurs íbúum Hellissands og Snæfellsjökli - Skessuhorn