Fréttir
Gamla húsið á Sauðafelli í Dölum.

Gistinóttum fjölgaði um þriðjung – mest fjölgun var á Vesturlandi

Gistinóttum á hótelum í maí fjölgaði hvergi meira á milli ára en á Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 31,6%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands um fjölgun gistinátta í maí árin 2024 og 2025. Á landinu öllu fjölgaði gistináttum um 9,8% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Á Vesturlandi og Vestfjörðum voru gistinæturnar 32.678 talsins í maí en 24.828 á sama tíma í fyrra. Fjölgunin er eins og áður sagði 31,6%.

Gistinóttum fjölgaði um þriðjung - mest fjölgun var á Vesturlandi - Skessuhorn