Fréttir

true

Búið að loka söluumboði Öskju á Vesturlandi

Bílaumboðið Askja hefur nú lokað söluumboði sínu við Innnesveg 1 á Akranesi. Viðskiptavinum er bent á að þjónustuverkstæði Öskjubíla á Akranesi er Bífreiðaverkstæði Hjalta. Sala nýrra og notaðra bíla flyst því suður. Viktor Elvar Viktorsson lætur nú af störfum hjá fyrirtækinu en annað starfsfólk heldur áfram hjá Öskju á Krókhálsi í Reykjavík. Sigurður Már færir…Lesa meira

true

Lundastofninn sagður í hættu

Rannsóknir og vöktun á lundastofninum sýna að lunda hefur fækkað mikið við Íslandsstrendur síðustu þrjá áratugi. Af þeim ástæðum biðla Náttúruverndarstofnun og umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. „Við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir lundastofninn fékk Náttúrverndarstofnun, áður Umhverfisstofnun, tvo óháða sérfræðinga, Dr. Fred…Lesa meira

true

Amma og barnabörnin söfnuðu fyrir Kvennaathvarfið

Hin árlega fjáröflun ömmu og barnabarna Guðrúnar H Sederholm var haldin í Húsafelli á sunnudaginn. Á basar var selt fyrir 18.724 krónur og að þessu sinni rann ágóðinn til Kvennaathvarfsins. „Við þökkum stuðninginn,“ segir Guðrún og börnin.Lesa meira

true

Banaslys á sjó

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því að strandveiðisjómaður hafi í morgun látist í kjölfar þess að bátur sem hann réri á sökk vestur af Blakki, suðvestur af Patreksfirði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að skipstjóri fiskibáts í grenndinni hafi haft samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan 11 í morgun og tilkynnt að báturinn væri…Lesa meira

true

Lækkun á olíuverði er ekki að skila sér til neytenda

„Á heildina hefur þróun á erlendum mörkuðum verið íslenskum olíumarkaði hagfelld. Heimsmarkaðsverð olíu hefur leitað niður á við á árinu. Snörp hækkun, sem rekja mátti til átaka í Vestur-Asíu, hefur að mestu gengið til baka eftir undirritun samkomulags um vopnahlé. Gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar hefur einnig styrkst. Alls hefur olíutunnan lækkað um 10% frá…Lesa meira

true

Starfshópur um valkosti í gjaldmiðlamálum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Skýrslunni verður skilað á fyrri hluta næsta árs og er ætlað að skapa umræðuvettvang um gjaldmiðlamál Íslands. Hópurinn verður leiddur af…Lesa meira

true

Þjófagengi handtekið við Krónuna

Þjófagengi var nýverið stöðvað við Krónuna á Akranesi, í kjölfar tilraunar til þjófnaðar á matvörum. Þetta gengi hafði, að sögn lögreglu, áður stolið miklu af matvörum í verslun Krónunnar á Selfossi sama dag.Lesa meira

true

Sundfélag Akraness í öðru sæti í liðakeppni SSÍ

Um helgina fór fram Sumarmeistaramót Sundsambands Íslands í Hafnarfirði, sem jafnframt markar lok sundtímabilsins. Sundfélag Akraness átti frábært mót og hafnaði í öðru sæti í stigakeppni 16 ára og eldri. Á mótinu var einnig keppt í svokölluðu SKINS-sundi í 50 metra greinum. Þar keppa átta hröðustu sundmenn úr undanrásum í röð útsláttarumferða. Fyrst fara fjórir…Lesa meira

true

Strandveiðibátur sökk

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í morgun eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að skipstjóri fiskibáts sem var staddur í grenndinni hafi haft samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti um að báturinn væri sokkinn og að einn maður væri…Lesa meira

true

Fjárauki til vegamála til þriðju umræðu

Í morgun var frumvarp til Fjáraukalaga III afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns bíða vegagerðarmenn í ofvæni eftir endanlegri afgreiðslu frumvarpsins frá Alþingi því þá geta loks hafist löngu tímabærar viðhaldsframkvæmdir á vegum landsins. Afar erfitt er að ráða í hvenær þriðja umræðan fer fram. Það eitt…Lesa meira