Fréttir

true

Ráðherra opnaði endurbættan Dritvíkurveg

Síðastliðinn laugardag var formleg opnun á endurbættum Dritvíkurvegi á Snæfellsnesi. Við það tilefni var mikið um gestagang og veitingar bornar á borð í Þjóðgarðinum. Ragnheiður Sigurðardóttir, sem er nýráðin þjóðgarðsvörður, bauð gesti og gangandi velkomna og Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Náttúruverndarstofnunar ávarpaði samkomuna. Kristinn Jónasson bæjarstjóri hélt sömuleiðis ávarp áður en Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis,- orku-…Lesa meira

true

Einar Margeir Ágústsson í áttunda sæti á EM

Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, var einn af sex keppendum sem kepptu fyrir hönd Íslands á Evrópumeistaramótinu í 23 ára og yngri flokki, sem fram fór í Slóvakíu. Mótið var afar sterkt, með yfir 360 þátttakendum frá öllum hornum Evrópu. Einar Margeir náði glæsilegum árangri og synti sig inn í úrslit í 100…Lesa meira

true

Víkingur fór létt með Káramenn

Það var sannkallaður Vesturlandsslagur í Akraneshöllinni á sunnudaginn þegar leikmann Víkings í Ólafsvík sóttu Káramenn heim í tíundu umferð annarrar deildarinnar i knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að liðsmenn Kára sáu aldrei til sólar í leiknum. Luis Alberto Diez Ocerin skoraði fyrir Víking á 21. mínútu og annað mark á 37. mínútu. Luke…Lesa meira

true

Þorsteinn og Sara Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í gær í Hvalfirði og Kjós. Keppnin hófst við Félagsgarð í Kjós en hjólaðir voru um 23 kílómetra langir hringir um Kjós og var endað á sama stað. Mótið í ár var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR). Sigurvegarar í Elíte flokkum, eftir æsispennandi keppnir, voru þau Þorsteinn Bárðarson og…Lesa meira

true

Baráttusigur ÍA í fyrsta leik undir stjórn Lárusar Orra

Lið Skagamanna gerði góða ferð á Ísafjörð í gær þar sem liðið mætti heimamönnum í Vestra. Fyrir leikinn má segja að liðin hafi í raun haft sætaskipti miðað við spár spekinga við upphaf móts. Lið Vestra í efri helmingi deildarinnar en lið ÍA sat á botninum. Leikurinn var fyrsti leikur ÍA undir stjórn nýráðins þjálfara…Lesa meira

true

Fjölmennt Landsmót ungliða björgunarsveitanna

Það var mikið líf og fjör í Snæfellsbæ um helgina þegar yfir 400 unglingar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu voru á svæðinu. Þar fór fram Landsmót unglingadeilda Landsbjargar. Dagskráin var fjölbreytt en skipulagning hennar var í höndum unglingadeildarinnar Dreka í Snæfellsbæ og Óskars í Búðardal. Landsmótið tókst, að sögn skipuleggjenda, afar vel. Veðrið var gott og unglingarnir…Lesa meira

true

Búfræðikennarar í fræðsluferð til Þýskalands

Þessa vikuna eru 12 búfræðikennarar frá Landbúnaðarháskóla Íslands í fræðsluferð í Þýskalandi á vegum Erasmus+ starfsþjálfunarverkefnis. Samstarfsskóli LbhÍ; DEULA Nienburg er leiðandi verknámsskóli sem býður fjölda sérhæfðra námsleiða, styttri sem lengri, og góða aðstöðu fyrir þátttakendur. Auk þess að kynnast nýjustu tækni og aðferðum í evrópskum landbúnaði mun hópurinn leggja drög að námskeiði fyrir búfræðinema.…Lesa meira

true

Hafnarfjall Ultra fjallvegahlaupið tókst með ágætum – myndasyrpa og úrslit

Hlaupahópurinn Flandri hefur undanfarna mánuði lagt drög að utanvegahlaupinu Hafnarfjall Ultra. Komið var að stóru stundinni í gærmorgun þegar um 150 hlauparar voru ræstir í þetta ofurhlaup frá körfuboltavellinum við Hjálmaklett í Borgarnesi klukkan 10. Þar var búið að slá upp tjaldi og aðstöðu fyrir starfsfólk og keppendur. Þegar hlauparar komu í mark gátu þeir…Lesa meira

true

Ágæt stemning á Brákarhátíð og Hinsegin hátíð Vesturlands – myndasyrpa

Brákarhátíð í Borgarnesi og Hinsegin hátíð Vesturlands var að þessu sinni slegið saman. Hófst hátíðin á fimmtudaginn og lauk í gærkvöldi. Dagskráin var sett þannig upp að fjölskyldur gætu sem mest notið saman. Nefna má að boðið var upp á siglingu um fjörðinn, sundlaugardiskó, dögurð kvenfélagskvenna, frisbí golfkeppni, leikhópurinn Lotta var í Skallagrímsgarði, loppumarkaður, regnbogamessa,…Lesa meira

true

Fjölbreyttir og ennþá fjölskylduvænni Írskir dagar hefjast í næstu viku

Ein af stærri bæjarhátíðum landsins, Írskir dagar, hefst á Akranesi í næstu viku. Þrátt fyrir að þungi hátíðarinnar sé eins og áður fyrstu helgina í júlí hefur hátíðin eða réttara sagt viðburðir henni tengdir teygst á fleiri daga fyrstu viku júlímánaðar. Í raun má segja að dagskrá Írskra daga hefjist að kvöldi þriðjudagsins 1. júlí…Lesa meira