Fréttir

true

Þak íþróttahússins málað

Þessa dagana er unnið við að ryðverja og mála þak íþróttahússins við Jaðarsbakka á Akranesi. Farið var að sjá á þakinu og því mikil þörf á þessu viðhaldi. Í húsið mun á komandi misserum verða líkamsræktarstöð World Class en fyrri starfsemi í húsinu flyst í nýtt fjölnota íþróttahús sem tekið verður í notkun í haust.Lesa meira

true

Varmadælur spara íbúum á köldum svæðum 300 þúsund krónur á ári

Út er komin skýrsla sem unnin var af Bláma og Gleipni fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi með það að markmiði að veita heildstætt yfirlit á tækifærum til umbóta á sviði orkumála, með sérstakri áherslu á að tryggja raforkuöryggi, bæta orkunýtingu og lækka orkukostnað fyrir íbúa á þeim svæðum sem flokkast sem rafkynt svæði á Vesturlandi.…Lesa meira

true

Þjónustan var betri hjá gömlu landpóstunum

„Ég er vægast sagt afar óhress með þá þjónustu sem Íslandspóstur er að veita okkur íbúunum í dreifbýlinu. Nú er útburður á pósti kominn niður í tvo daga í viku, en á því eru ítrekuð vanhöld að staðið sé við það,“ segir Arndís Erla Ólafsdóttir í Ásgarði í Dölum í samtali við Skessuhorn. Alla jafnan…Lesa meira

true

Stúkuhúsið Kaffi blæs til sóknar

Á dögunum tók Unnur Guðmundsdóttir við rekstri Stúkuhússins Kaffi á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi. Hún vill ásamt því að færa Skagamönnum kaffi og með því, styðja við og efla Akranes sem barnvænt samfélag og segir þetta tvennt geta farið saman í rekstri hins fornfræga Stúkuhúss. Unnur segir í samtali við Skessuhorn að hún hafi…Lesa meira

true

Veggurinn sem vaknar – vígsla vegglistaverks

Laugardaginn 14. júní kl. 19:30 vaknar veggurinn á Dalíu í Búðardal til lífsins. Þá verður nýtt veggjalistaverk eftir Fitore Alísdóttur Berisha, Endurspeglun, formlega vígt. Þetta áhrifamikla verk prýðir nú austurvegg menningarhússins Dalíu og endurspeglar tengsl fólks og staðar í gegnum tíma og tilveru. „Það táknar djúp tengsl okkar við landið og fólkið sem hefur komið…Lesa meira

true

„Ég er mjög tengdur þessum stað“

Spjallað við Þórð lækni sem hefur í rúm þrjátíu ár annast heilsu fólks allt frá Bröttubrekku og vestur í Kjálkafjörð Það er blíðviðrisdagur þegar blaðamaður ber að dyrum á heimili Þórðar Ingólfssonar læknis í Búðardal. Fríða kona hans kemur til dyra og segir Þórð vera væntanlegan innan nokkurra mínútna. Það reynist rétt og innan skamms…Lesa meira

true

Segir brýnt að auka ekki óvissu með frekari töfum

Skipulagsmál í Brákarey í Borgarnesi komust enn einu sinni í sviðsljósið þegar Sigurður Guðmundsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar vildi seinka niðurrifi húseigna sveitarfélagsins í eynni og nær væri að eytt væri þeirri óvissu sem fasteignaeigendur og atvinnurekendur byggju við í skipulagsmálum. Í samtali við Skessuhorn segir Guðlveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar, vissulega brýnt…Lesa meira

true

Stofnað verði samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason og nítján aðrir þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Framóknarflokki og Miðflokki hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um stofnun samgögnfélagsins Þjóðbrautar. Í tillögunni er lagt til að Alþingi feli innviðaráðherra að láta framkvæma heildstæða úttekt á þeim möguleika að stofna samgöngufélag sem verði hlutafélag sem hafi það hlutverk að fjármagna, byggja, eiga og reka…Lesa meira

true

Hraustleg opnun í Þverá

„Þetta var frábær opnun í Þverá; sú besta frá árinu 2016 og þetta byrjar því vel,“ sagði Aðalsteinn Pétursson um byrjun laxveiðisumarsins í Þverá í Borgarfirði þetta árið. Hann bætti við að það hefðu veiðst 26 laxar. „Þetta voru mest flottar hrygnur sem voru að býta á; frá 80 og upp í 90 sentimetrar. Greinilega…Lesa meira