
Þessa dagana er unnið við að ryðverja og mála þak íþróttahússins við Jaðarsbakka á Akranesi. Farið var að sjá á þakinu og því mikil þörf á þessu viðhaldi. Í húsið mun á komandi misserum verða líkamsræktarstöð World Class en fyrri starfsemi í húsinu flyst í nýtt fjölnota íþróttahús sem tekið verður í notkun í haust.Lesa meira








