Fréttir
Unnur Guðmundsdóttir hefur tekið við rekstri Stúkuhússins Kaffi. Ljósm. Blik stúdíó

Stúkuhúsið Kaffi blæs til sóknar

Á dögunum tók Unnur Guðmundsdóttir við rekstri Stúkuhússins Kaffi á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi. Hún vill ásamt því að færa Skagamönnum kaffi og með því, styðja við og efla Akranes sem barnvænt samfélag og segir þetta tvennt geta farið saman í rekstri hins fornfræga Stúkuhúss. Unnur segir í samtali við Skessuhorn að hún hafi í raun tekið mjög óvænt við rekstri hússins. Aðstæður fyrri rekstraraðila hafi óvænt breyst og í kjölfarið hafi hún leitt hugann að þessum rekstri og til að gera langa sögu stutta sé hún nú tekin við stjórn og stendur vaktina með þremur starfsmönnum sínum.

Stúkuhúsið Kaffi blæs til sóknar - Skessuhorn