Fréttir
Arndís Erla með blaðaskammtinn sem hún fékk úr póstkassanum 11. júní 2025. Ljósm. glþ

Þjónustan var betri hjá gömlu landpóstunum

„Ég er vægast sagt afar óhress með þá þjónustu sem Íslandspóstur er að veita okkur íbúunum í dreifbýlinu. Nú er útburður á pósti kominn niður í tvo daga í viku, en á því eru ítrekuð vanhöld að staðið sé við það,“ segir Arndís Erla Ólafsdóttir í Ásgarði í Dölum í samtali við Skessuhorn. Alla jafnan eiga þau að fá póst borinn út í póstkassann, sem staddur er á afleggjaranum, á miðvikudögum og föstudögum, en iðulega falli póstferð niður án þess að fyrir því séu gefnar skýringar. Þegar hún svo leiti svara um vanhöld á póstburði, sé fátt um svör hjá stofnuninni.

Þjónustan var betri hjá gömlu landpóstunum - Skessuhorn