Fréttir

true

Ýmis óhöpp

Ýmis óhöpp voru skráð í dagbók lögreglu í vikunni sem leið. Einstaklingur sem hugðist ganga á Hafnarfjall á föstudagskvöldið féll við og er talinn hafa rotast. Viðkomandi var fluttur á brott með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítalanum í Fossvogi. Aftanákeyrsla var við umferðarljósin á Akranesi, en án meiðsla. Ekið var aftan á bifreið á…Lesa meira

true

Íbúðir í stærsta fjölbýlishúsi á Vesturlandi komnar í sölu

Byggingafyrirtækið Bestla er nú á lokametrunum í byggingu fjölbýlishússins við Garðabraut 1 á Akranesi. Húsið er byggt á stöllum, sambyggð hús sem skiptist í A og B hluta, en í því er alls 50 íbúðir frá 62 og upp í 170 fermetrar að flatarmáli, allar með geymslu í kjallara. Húsið er byggt á tveimur stöllum…Lesa meira

true

Fyrstu laxarnir komnir úr Þverá

Veiðin hófst í Þverá í Borgarfirði í morgun en mun hefjast í Kjarará 15. júní. Fyrstu laxarnir eru komnir á land og var verið að landa öðrum laxinum í Ármótakvörn nú skömmu fyrir hádegi þegar við heyrðum í tíðindamanni okkar á bakkanum. Áin hafði gefið sex laxa fyrir hádegi en það var allavega búið að…Lesa meira

true

Ók út af og arkaði áleiðis til fjalla

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af um 90 ökumönnum vegna of hraðs aksturs um liðna hvítasunnuhelgi. Auk þess voru meint hraðabrot hjá tæplega 800 ökumönnum til viðbótar mynduð með hraðamyndavélabifreið embættisins. Þrír ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur í vikunni sem leið og einn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í gærkvöldi…Lesa meira

true

Endurvigtunarheimild strandveiðiafla afturkölluð

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra hefur ákveðið með reglugerð að banna endurvigtunarheimild sem útgerðir smábáta hafa fram að þessu haft. Auk þessa stendur til með frumvarpi að refsa strandveiðisjómönnum landi þeir í þrígang umfram leyfilegan hámarksafla. Um það segir í frumvarpinu að landi menn þrisvar sinnum fimm prósent meira en leyfilegum hámarksafla, þ.e. 774 kílóum, skuli…Lesa meira

true

Andlát – Orri Harðarson

Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harðarson lést 7. júní síðastliðinn, 52 ára að aldri. Frá andláti hans greina dætur hans, foreldrar, bróðir og fjölskylda í Morgunblaðinu í dag. Orri fæddist á Akranesi í desember 1972. Þar ólst hann upp og bjó svo síðar með hléum. Ungur að árum starfaði hann við ýmislegt í heimabæ sínum en…Lesa meira

true

Misjafn mánudagur Vesturlandsliðanna

Káramenn í 2. deild karla í knattspyrnu fóru halloka í viðureign sinni við Knattspyrnufélag Garðabæjar í Samsunghöllinni í Garðabæ í gær. Elvar Máni Guðmundsson náði forystu fyrir KFG á níundu mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Kristján Ólafsson og Bóas Heimisson juku forskot KFG á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Það var svo Mikael…Lesa meira

true

Fengu ísferð í Bauluna

Undir lok maí var gleðidagur hjá börnunum á skólasvæði Varmalandsskóla, þegar Fríða í Baulunni bauð nemendum að koma við á heimleiðinni úr skóla og fá ís í Baulunni. Í fjöldamörg ár hefur það verið árviss viðburður í lok skólaársins í GBF á Varmalandi að stoppa á heimleiðinni í Baulunni og allir fá ís. Svo skemmtilega…Lesa meira

true

Útskriftarhátíð Háskólans á Bifröst 14. júní

Útskriftarhátíð Háskólans á Bifröst verður haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi laugardaginn 14. júní klukkan 11. Að þessu sinni útskrifast 180 nemendur frá háskólanum, af grunn- og meistarastigi. Heiðursgestur hátíðarinnar verður Logi Einarsson ráðherra háskólamála. Dagskráin er með áþekku sniði og áður. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir framkvæmdastýra kennslu og þjónustu setur hátíðina og að því búnu flytja nemendur…Lesa meira

true

Héldu glæsilega lokatónleika

Skólakór Grunnskóla Grundarfjarðar hélt glæsilega tónleika í Grundarfjarðarkirkju í síðustu viku þar sem tekin voru nokkur þekkt Disney lög úr þekktum teiknimyndum. Þarna mátti heyra lög úr Lion King, Frozen, Tarzan og Moana svo eitthvað sé nefnt. Krakkarnir hafa verið að æfa í allan vetur undir stjórn Grétu Sigurðardóttur kennara og söngkonu. Krakkarnir blómstruðu á…Lesa meira