Fréttir

true

Ungur Grundfirðingur með stóra drauma

Rætt við knattspyrnumanninn Breka Þór Hermannsson sem spilar með Grindavík í sumar Breki Þór Hermannsson er 22 ára Grundfirðingur sem hefur lagt mikið á sig í knattspyrnunni. Hann hóf feril sinn á heimavelli í Grundarfirði en flutti ungur á Akranes til að elta drauma sína. Í dag er hann á láni hjá Grindavík og hefur…Lesa meira

true

Rokkið dunaði alla helgina á Sátunni – myndasyrpa

Tónlistarhátíðin Sátan fór fram um liðna helgi í Stykkishólmi og setti hún skemmtilegan svip á bæinn. Rokkarar voru auðsjáanlegir hvert sem litið var í nágrenni við íþróttahúsið en þar fóru tónleikarnir fram. Nokkrar stórar erlendar hljómsveitir stigu á stokk og líklega var breska sveitin Carcass stærsta nafnið. Einnig voru margar frábærar íslenskar sveitir sem stigu…Lesa meira

true

Brynjar á sínu síðasta tímabili

Brynjar Kristmundsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Víkings Ólafsvík í haust þegar þessu keppnistímabili lýkur. Brynjar er að flytja af svæðinu og óskaði eftir því að fá að hætta. Hann er á sínu þriðja tímabili sem aðalþjálfari en hafði áður verið aðstoðarþjálfari í þrjú tímabil. „Við þökkum Brynjari fyrir góð störf fram til þessa…Lesa meira

true

Ökuskírteini renna brátt út í símtækjunum

Nú undir lok sumars verður ökuskírteini ekki lengur viðurkennt sem stafræn skírteini í svokölluðum símaveskjum, þ.e. í snjallsímum, jafnt innan lands sem utan. Öll opinber skírteini ríkisins þarf nú að nálgast í sérstökum forritum á island.is. Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands segir í samtali við Vísi.is að um sé að ræða samræmingu við stefnu Evrópulanda í öryggismálum.…Lesa meira

true

Menningar- og velferðarsvið ferðaðist um Snæfellsnes

Í nýlega liðnum maímánuði fór menningar- og velferðarsviði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í vettvangsferð um Snæfellsnes með það að markmiði að heimsækja stofnanir sem sinna fjölbreyttum málefnum sviðsins, en með sérstakri áherslu á öldrunarþjónustu. Þetta voru þau Sigursteinn Sigurðsson fagstjóri, Bára Daðadóttir verkefnastjóri innleiðingar farsældar á Vesturlandi, Laufey Jónsdóttir tengiráðgjafi og Líf Lárusdóttir verkefnastjóri Gott…Lesa meira

true

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Síðastliðinn föstudag fór fram brautskráning nemenda frá öllum deildum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Athöfnin var í Hjálmakletti í Borgarnesi en boðið var til kaffisamsætis á Hvanneyri að athöfn lokinni. Að þessu sinni stóð Salka Einarsdóttir efst á BS prófi með einkunnina 9,02 en hún útskrifaðist úr skógfræði. Efst fyrir BS lokaverkefni stóð Maríanna Ósk Mikaelsdóttir,…Lesa meira

true

Alvarlegar athugasemdir vegna stofnunar líkamsræktarstöðvar

Sporthöllin ehf., sem bauð í rekstur líkamsræktarstöðvar að Jaðarsbökkum á Akranesi, gerir kröfu um að samningsgerð Akraneskaupstaðar við Laugar ehf. rekstrarfélag World Class um reksturinn verði stöðvaður. Jafnframt gera lögmenn Sporthallarinnar mjög alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð kjörinna fulltrúa og embættismanna Akraneskaupstaðar í aðdraganda málsins og úrvinnslu matsnefndar á þeim tveimur tilboðum er bárust í reksturinn.…Lesa meira

true

Sátan fór af stað með látum

Þungarokkshátíðin Sátan hófst í gær og það með látum. Það var hljómsveitin Gaddavír sem reið á vaðið og svo steig hver hljómsveitin á fætur annarri á stokk. Þakið ætlaði svo að rifna af íþróttahúsinu í Stykkishólmi þegar hljómsveitirnar Vader frá Póllandi og Brain Police trylltu lýðinn. Það var svo goðsagnakennda hljómsveitin Sororicide sem lokaði kvöldinu…Lesa meira

true

Samið við Aron og Styrmi fyrir komandi átök

Körfuknattleiksfélag ÍA hefur samið við heimamennina Aron Elvar Dagsson og Styrmi Jónasson um að leika með liðinu á næstu leiktíð, en liðið hefur leik í Bónusdeildinni í haust eftir frækilegan sigur í fyrstu deild á síðustu leiktíð. „Bæði Aron og Styrmir eru búnir að vera lykilleikmenn liðsins í uppgangi félagsins undanfarin ár og fagnar félagið…Lesa meira