
Rokkið dunaði alla helgina á Sátunni – myndasyrpa
Tónlistarhátíðin Sátan fór fram um liðna helgi í Stykkishólmi og setti hún skemmtilegan svip á bæinn. Rokkarar voru auðsjáanlegir hvert sem litið var í nágrenni við íþróttahúsið en þar fóru tónleikarnir fram. Nokkrar stórar erlendar hljómsveitir stigu á stokk og líklega var breska sveitin Carcass stærsta nafnið. Einnig voru margar frábærar íslenskar sveitir sem stigu á stokk og spiluðu fyrir rokkþyrsta gesti á hátíðinni. Það voru hljómsveitirnar Sororicide, Vintage Caravan og Skálmöld sem lokuðu kvöldunum og trylltu lýðinn og allt ætlaði um koll að keyra þegar Skálmöld lokaði hátíðinni með krafmikilli frammistöðu á laugardagskvöldinu. Lögreglan á Vesturlandi stóð vaktina um helgina og að þeirra sögn fór allt vel fram og engin vandræði á gestum. „Fólk var greinilega komið til að hafa gaman og njóta tónlistarinnar,“ sagði lögreglan er fréttaritar spurðist fyrir um gang mála.