Fréttir
Hópurinn stillir sér upp með Rakel Birgisdóttur og Signýju Gunnarsdóttur í Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði. Myndina tók Sigursteinn Sigurðsson fagstjóri hjá SSV.

Menningar- og velferðarsvið ferðaðist um Snæfellsnes

Í nýlega liðnum maímánuði fór menningar- og velferðarsviði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í vettvangsferð um Snæfellsnes með það að markmiði að heimsækja stofnanir sem sinna fjölbreyttum málefnum sviðsins, en með sérstakri áherslu á öldrunarþjónustu. Þetta voru þau Sigursteinn Sigurðsson fagstjóri, Bára Daðadóttir verkefnastjóri innleiðingar farsældar á Vesturlandi, Laufey Jónsdóttir tengiráðgjafi og Líf Lárusdóttir verkefnastjóri Gott að eldast á Vesturlandi. „Heimsóknirnar veittu dýrmætt tækifæri til að kynnast frekar starfseminni á svæðinu og efla tengslanetið við starfsfólk og íbúa um stöðu og framtíð þjónustunnar,“ segir í tilkynningu.

Menningar- og velferðarsvið ferðaðist um Snæfellsnes - Skessuhorn