
Misjafn mánudagur Vesturlandsliðanna
Káramenn í 2. deild karla í knattspyrnu fóru halloka í viðureign sinni við Knattspyrnufélag Garðabæjar í Samsunghöllinni í Garðabæ í gær. Elvar Máni Guðmundsson náði forystu fyrir KFG á níundu mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Kristján Ólafsson og Bóas Heimisson juku forskot KFG á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Það var svo Mikael Hrafn Helgason sem minnkaði muninn fyrir Kára á 76. mínútu. Leiknum lauk því með 3:1 sigri KFG.