
Horft til austurs yfir húsið við Garðabraut 1. Framkvæmdum lýkur í haust. Ljósm. mm
Íbúðir í stærsta fjölbýlishúsi á Vesturlandi komnar í sölu
Byggingafyrirtækið Bestla er nú á lokametrunum í byggingu fjölbýlishússins við Garðabraut 1 á Akranesi. Húsið er byggt á stöllum, sambyggð hús sem skiptist í A og B hluta, en í því er alls 50 íbúðir frá 62 og upp í 170 fermetrar að flatarmáli, allar með geymslu í kjallara. Húsið er byggt á tveimur stöllum og er fimm og sjö hæða. Íbúðirnar eru frá tveggja og upp í fjögurra herbergja en á þeim er talsverður munur, bæði á lofthæð, innra skipulagi og útsýni. Blaðamanni Skessuhorns var boðið í sýnisferð um húsið í fylgd byggingastjóra og staðarstjóra hjá Bestla auk Ólafs Sævarssonar fasteignasala. Fasteignasölurnar Prima og Domus Nova selja íbúðirnar fyrir hönd Bestla.