Fréttir

Ók út af og arkaði áleiðis til fjalla

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af um 90 ökumönnum vegna of hraðs aksturs um liðna hvítasunnuhelgi. Auk þess voru meint hraðabrot hjá tæplega 800 ökumönnum til viðbótar mynduð með hraðamyndavélabifreið embættisins. Þrír ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur í vikunni sem leið og einn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í gærkvöldi var tilkynnt um bifreið utan vegar á Borgarfjarðarbraut á móts við afleggjarann upp að Hreppslaug í Skorradal og fylgdi boðunum að ökumaður hefði gengið á brott, áleiðis til fjalla, og væri mögulega í annarlegu ástandi. Lögregla fór á vettvang og fann manninn eftir stutta leit og var hann handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur.

Ók út af og arkaði áleiðis til fjalla - Skessuhorn