
Þorski landað á Arnarstapa. Ljósm. úr safni
Endurvigtunarheimild strandveiðiafla afturkölluð
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra hefur ákveðið með reglugerð að banna endurvigtunarheimild sem útgerðir smábáta hafa fram að þessu haft. Auk þessa stendur til með frumvarpi að refsa strandveiðisjómönnum landi þeir í þrígang umfram leyfilegan hámarksafla. Um það segir í frumvarpinu að landi menn þrisvar sinnum fimm prósent meira en leyfilegum hámarksafla, þ.e. 774 kílóum, skuli svipta þá leyfi til strandveiða. Þykir sjómönnum það fordæmalaus og íþyngjandi aðgerð enda segja þeir engan stunda það af ásetningi að landa umfram hámark hverju sinni.