Fréttir
Pétur Gunnlaugsson með lax úr Kirkjustreng.

Fyrstu laxarnir komnir úr Þverá

Veiðin hófst í Þverá í Borgarfirði í morgun en mun hefjast í Kjarará 15. júní. Fyrstu laxarnir eru komnir á land og var verið að landa öðrum laxinum í Ármótakvörn nú skömmu fyrir hádegi þegar við heyrðum í tíðindamanni okkar á bakkanum. Áin hafði gefið sex laxa fyrir hádegi en það var allavega búið að setja í tíu laxa, sem verður að teljast fín byrjun. Aðalsteinn Pétursson sagði að líflegt væri í Ármótakvörninni. „Það var Erik Koberling sem veiddi fisk hérna í morgun, þetta byrjar því vel,“ sagði Aðalsteinn.