
Héldu glæsilega lokatónleika
Skólakór Grunnskóla Grundarfjarðar hélt glæsilega tónleika í Grundarfjarðarkirkju í síðustu viku þar sem tekin voru nokkur þekkt Disney lög úr þekktum teiknimyndum. Þarna mátti heyra lög úr Lion King, Frozen, Tarzan og Moana svo eitthvað sé nefnt. Krakkarnir hafa verið að æfa í allan vetur undir stjórn Grétu Sigurðardóttur kennara og söngkonu. Krakkarnir blómstruðu á sviðinu og uppskáru dynjandi lófaklapp að tónleikum loknum.