Fréttir

Ýmis óhöpp

Ýmis óhöpp voru skráð í dagbók lögreglu í vikunni sem leið. Einstaklingur sem hugðist ganga á Hafnarfjall á föstudagskvöldið féll við og er talinn hafa rotast. Viðkomandi var fluttur á brott með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítalanum í Fossvogi. Aftanákeyrsla var við umferðarljósin á Akranesi, en án meiðsla. Ekið var aftan á bifreið á Bröttubrekku, án slysa á fólki. Tveggja bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngum en enginn slasaðist. Bifreið hafnaði utan vegar á Snæfellsnesvegi við Búlandshöfða og hafnaði bifreiðin um 50 metra utan við veginn, ökumaður hlaut minniháttar meiðsli. Húsbíll fauk í vindhviðu á Snæfellsnesvegi með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á hliðinni. Erlendir ferðamenn voru í bifreiðinni og voru meiðsli þeirra minniháttar. Mjög hvasst var á vettvangi. Bifreið hafnaði utan vegar á veginum yfir Bröttubrekku en engin slys urðu á fólki.