Fréttir

true

Uppskerubrestur í fyrra leiðir til stórfellds innflutnings

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega innflutningsupplýsingar fyrir valda vöruflokka á veltan.is. Þar eru birt gögn um innflutningsverðmæti vöruflokka í dagvöru, bílum, raftækjum og byggingavörum.  Tölur um innflutning í apríl hafa nú verið birtar og vekur þar athygli að aldrei hefur verið flutt til landsins jafn mikið af kartöflum í aprílmánuði. Hvort sem miðað er við verðmæti…Lesa meira

true

Þrír milljarðar til viðhalds vega í fjáraukalögum

Í frumvari til fjáraukalaga sem fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram á Alþingi í gær er lagt til að að fjárheimildir til samgöngumála verði auknar um þrjá milljarða króna. Er fjárveitingin sögð vegna ástands þjóðvega. Skipting þessara fjármuna kemur ekki fram en í rökstuðningi með frumvarpinu segir m.a. að líftíma- og ástandsgreining vega á landsvísu hafi…Lesa meira

true

Nú gefst meiri tími fyrir konuna, hestana og ringó

Kristján Þormar Gíslason lét af störfum hjá Borgarbyggð á dögunum eftir 27 ára störf. Þar gegndi hann ýmsum störfum. Var skólastjóri í fimmtán ár og síðar skjalavörður og þjónustufulltrúi í Ráðhúsi sveitarfélagsins. Nú er það frekar hversdagslegt að fólk láti af störfum sökum aldurs en það gerir tímamótin ekki minni fyrir hvern þann sem á…Lesa meira

true

Fleiri sækjast eftir starfi í Vinnuskóla Akraness

Fleiri ungmenni sækjast eftir vinnu hjá Vinnuskóla Akraneskaupstaðar en gert var ráð fyrir og því þarf að grípa til fækkunar vinnustunda. Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar hefur umsjón með rekstri Vinnuskólans. Hann segir að gert hafi verið ráð fyrir um 300 umsóknum um störf en nú stefni í að þær verði um 340 talsins. Öll…Lesa meira

true

Boðað til félagsfundar í hestamannafélaginu Borgfirðingi

Boðað hefur verið til félagsfundar í Hestamannafélaginu Borgfirðingi þriðjudaginn 10. júní næstkomandi klukkan 21 í félagsheimili Borgfirðings. „Fundarefni er, vantrauststillaga borin upp á alla stjórn hestamannafélagsins Borgfirðings. Verði vantraustillagan samþykkt þá fari fram stjórnarkjör allra átta stjórnarsæta til bráðabirgða þar sem nýtt fólk tekur við af fyrri stjórn fram að næsta aðalfundi,“ segir í fundarboði…Lesa meira

true

Full margir að flýta sér

Í vikunni sem leið hafði Lögreglan á Vesturlandi afskipti af rúmlega 80 ökumönnum vegna of hraðs aksturs. Einnig voru um 100 hraðabrot mynduð með hraðamyndavélabíl embættisins. Tveir ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur og voru þeir handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem tekin voru sýni til frekari rannsóknar. Nokkrir voru staðnir að því…Lesa meira

true

Verðþrýstingur í útboðum

Af niðurstöðum útboða Hvalfjarðarsveitar í framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins að undanförnu má ráða að talsverður þrýstingur sé á verkkostnað til hækkunar. Aðeins eitt tilboð barst í 2. áfanga byggingar íþróttahússins við Heiðarborg. Um er að ræða frágang innanhúss, lagnir, raflagnir, innréttingar ásamt frágangi lóðar. Tilboð K16 ehf. var að fjárhæð rúmar 633 milljónir króna en…Lesa meira

true

Ríflega hálfur milljarður á Vesturland í hlutdeildarlán

Frá því að hlutdeildarlán voru tekin í upp í árslok 2020 hafa verið veitt 1.006 slík lán að upphæð 10,4 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari félags- og húsnæðismálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar. Af þessum lánum voru 67 þessara lána nýtt til kaupa á fasteignum á Vesturlandi að fjárhæð 553 milljónir…Lesa meira

true

Skrásetti sögu stærstu ættar á Íslandi

Gunnlaugsstaðaættin úr Borgarfirði komin út á bók Í október á síðasta ári kom út bókin Gunnlaugsstaðaættin. Hún var prentuð í A4 broti, 192 síður en hana skrifaði Sigurður Oddsson og gaf út í 100 eintökum á 90 ára afmæli sínu 22. október. Á ættarmóti í fyrrasumar kynnti Sigurður bók sína fyrir skyldfólki sínu og seldi…Lesa meira

true

Veiðin byrjaði vel í Norðurá í morgun

„Þetta var gaman, en laxinn veiddist á Bryggjunum og var 77 sentimetrar,“ sagði Fjölvar Daði Rafnsson sem veiddi þriðja laxinn í Norðurá í opnun árinnar í morgun. Hann bætti því við að það hafi verið andi kalt á árbakkanum í morgun. Að minnsta kosti fimm laxar höfðu veiðst í morgun sem verður að teljast gott…Lesa meira