Fréttir

true

Askja lokar brátt nýlegri starfsstöð sinni á Akranesi

Bílaumboðið Askja hefur ákveðið að loka starfsstöð fyrirtækisins við Innnesveg 1 á Akranesi. Bílasalan verður starfrækt út þennan mánuð en verkstæðinu verður lokað nú í vikulokin. Söluumboðið ásamt þjónustuverkstæði hefur verið til húsa við Innnesveg 1 frá því í apríl 2024 í þeim hluta hússins þar sem Bílver hafði verið frá því húsið var byggt.…Lesa meira

true

Hótel Glymur stendur autt en ríkið er með húsið á leigu

Hótel Glymur í Hvalfirði hefur staðið autt frá því í september í fyrra og verður, að óbreyttu, autt þar til í haust. Vinnumálastofnun tók hótelið á leigu 1. október 2023 til þess að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd og var gert ráð fyrir að þar gætu búið á milli sextíu og sjötíu manns. Var þar…Lesa meira

true

Hæst hlutfall félagslegra íbúða í Grundarfirði

Grundarfjarðarbær er það sveitarfélag á Vesturlandi þar sem hlutfall félagslegra leiguíbúða er hæst ef marka má svar félags- og húsnæðismálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar um félagslegar leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga. Önnur sveitarfélög á Vesturlandi þ.e. Skorradalshreppur, Hvalfjarðarsveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Dalabyggð hafa ekki yfir að ráða félagslegum leiguíbúðum ef marka má…Lesa meira

true

Hætt við íhlutun UMSB í málefni hestamannafélagsins

Vantraust lagt fram Til stóð að á morgun, fimmtudaginn 5. júní, yrði fundur í hestamannafélaginu Borgfirðingi, þar sem eina málið á dagskrá yrði kosning nýrrar stjórnar. Eins og fram kom í frétt hér á vefnum á sunnudaginn var það Bjarney L Bjarnadóttir framkvæmdastjóri UMSB sem boðaði til fundarins í ljósi þess að helmingur stjórnar hestamannafélagsins…Lesa meira

true

Grundarfjarðarbær kaupir jörðina Grund

Grundarfjarðarbær hefur fest kaup á jörðinni Grund í Grundarfirði. Kaupverðið er 70 milljónir króna samkvæmt kaupsamningi sem undirritaður var 17. maí síðastliðinn. Jörðin er talin vera 1000 hektarar að stærð þar af er ræktað land um þrír hektarar. Grund er húslaus jörð og er stór hluti landsins á vatnsverndarsvæði. Grundarfoss, sem er nokkuð vinsæll ferðamannastaður,…Lesa meira

true

Spurt um heilsugæslur og stöðugildi lækna

Ólafur Adolfsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um heilsugæslur og stöðugildi lækna. Spurt er m.a. um hversu margir íbúar búi á starfssvæðum hverrar starfsstöðvar heilsugæslu á landsbyggðinni. Einnig hversu marga íbúa mönnunarlíkan geri ráð fyrir að hvert stöðugildi læknis þjónusti og sömuleiðis hversu margir íbúar liggi að baki hverju…Lesa meira

true

Dalablað fylgir Skessuhorni í næstu viku

Með Skessuhorni í næstu viku, miðvikudaginn 11. júní, mun fylgja 24 síðna sérblað um Dalabyggð. Blaðið er afurð samstarfs starfsfólks Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Skessuhorns. Í því verður vaxandi samfélag kynnt með ýmsum hætti. Auk hefðbundins upplags verður blaðið prentað í 5000 eintökum og dreift í Dölum bæði á heimili fólks og…Lesa meira

true

Flokkur fólksins skoðar framboð til sveitarstjórna

Nú þegar einungis tæpt ár er til næstu sveitarstjórnakosninga vakna spurningar um þá flokka sem hugsanlega munu bjóða fram, ekki síst þá sem haslað hafa sér völl á síðustu árum. Einn þeirra er Flokkur fólksins sem hlaut tvo menn kjörna í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Flokks fólksins, segir vinnu komna af…Lesa meira

true

Samfélagsbrú Borgarbyggðar lokað tímabundið

Byggðaráð Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að hlé verði gert á tilraunarverkefninu Samfélagsbrúnni í sumar. Tillaga byggðaráðs er angi af stærra máli og tengist kostnaði sem fallið hefur að undanförnu á Borgarbyggð vegna búsetu flóttafólks á Bifröst og er að óbreyttu að sliga rekstur sveitarfélagsins líkt og fram kom í umfjöllun Skessuhorns í maí. Samfélagsbrúin…Lesa meira

true

Hvassviðri vel fram á kvöldið

Viðvaranir vegna hvassviðris verða í gildi um allt vestanvert landið til kvölds. Við Faxaflóa er spáð norðan 15-23 m/s og hviður geta farið yfir 30 m/s. Svipuðu veðri er spáð við Breiðafjörð, en viðvörun þar gildir til klukkan 2 í nótt. Við þessar aðstæður er varasamt að vera á ferðalögum, einkum fyrir ökutæki sem taka…Lesa meira