Fréttir

Hvassviðri vel fram á kvöldið

Viðvaranir vegna hvassviðris verða í gildi um allt vestanvert landið til kvölds. Við Faxaflóa er spáð norðan 15-23 m/s og hviður geta farið yfir 30 m/s. Svipuðu veðri er spáð við Breiðafjörð, en viðvörun þar gildir til klukkan 2 í nótt.

Við þessar aðstæður er varasamt að vera á ferðalögum, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fok á lausamunum líklegt.

Nú er krapi á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Mjög hvasst og miklar hviður eru á sunnanverðu Snæfellsnesi og víða á fjallvegum. Fyrr í dag var bálhvasst við Kollafjörð á Kjalarnesi og þurftu stórir bílar að bíða af sér veðrið. Þar fór vindur í hviðum um tíma upp í 43 m/sek.

Hvassviðri vel fram á kvöldið - Skessuhorn