
Hvassviðri vel fram á kvöldið
Viðvaranir vegna hvassviðris verða í gildi um allt vestanvert landið til kvölds. Við Faxaflóa er spáð norðan 15-23 m/s og hviður geta farið yfir 30 m/s. Svipuðu veðri er spáð við Breiðafjörð, en viðvörun þar gildir til klukkan 2 í nótt.