Fréttir
Viktor Elvar Viktorsson rekstrarstjóri og Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju við opnun Öskju Vesturlandi í apríl á síðasta ári. Ljósm. Skessuhorn/vaks

Askja lokar brátt nýlegri starfsstöð sinni á Akranesi

Bílaumboðið Askja hefur ákveðið að loka starfsstöð fyrirtækisins við Innnesveg 1 á Akranesi. Bílasalan verður starfrækt út þennan mánuð en verkstæðinu verður lokað nú í vikulokin. Söluumboðið ásamt þjónustuverkstæði hefur verið til húsa við Innnesveg 1 frá því í apríl 2024 í þeim hluta hússins þar sem Bílver hafði verið frá því húsið var byggt. Fram kemur í tilkynningu að Askja hefur endurnýjað samning við Bílaverkstæði Hjalta um þjónustu við bíla á Akranesi. „Ákvörðunin er hluti af einföldun reksturs og um leið vegna áherslu á fjárfestingu í aukinni þjónustu og aðstöðu hjá Bílaverkstæði Hjalta,“ segir í tilkynningu frá Öskju.