
Dalablað fylgir Skessuhorni í næstu viku
Með Skessuhorni í næstu viku, miðvikudaginn 11. júní, mun fylgja 24 síðna sérblað um Dalabyggð. Blaðið er afurð samstarfs starfsfólks Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Skessuhorns. Í því verður vaxandi samfélag kynnt með ýmsum hætti. Auk hefðbundins upplags verður blaðið prentað í 5000 eintökum og dreift í Dölum bæði á heimili fólks og látið liggja frammi. Þeir sem vilja nýta sér þetta tækifæri til auglýsinga í Skessuhorni er bent á að hafa samband við auglýsingastjóra á netfangið auglysingar@skessuhorn.is eða í síma 865-1233. Panta þarf pláss fyrir hvítasunnuhelgi, eða í síðasta lagið föstudaginn 6. júní.