Fréttir

true

Slæmt veður fyrir norðan og austan – fé komið til bjargar

Slæmt veður gengur yfir landið og sýnu verst er það á norður- og austurlandi þar sem gular viðvaranir eru í gildi fram á morgundaginn. Meðfylgjandi myndir eru frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og sýna þegar fé var komið til bjargar í Skíðadal. Bændur og björgunarsveitafólk segja að þetta hafi gengið þokkalega en aðstæður engu að síður verið…Lesa meira

true

Ólsarar og Sandarar sjá brátt ljósið

Síðar í sumar hefjast að nýju framkvæmdir á vegum Mílu við lagningu ljósleiðara á Snæfellsnesi. Ráðist er í framkvæmdir á grunni átaksverkefnis sem gert var á síðasta ári milli Fjarskiptasjóðs og 25 sveitarfélaga um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Að sögn Reynis Jónassonar hjá Mílu er stefnt að því að hefja framkvæmdir í…Lesa meira

true

Líf og fjör á VIT-HIT leikunum á Akranesi

Um liðna helgi fóru VIT-HIT leikarnir í sundi fram í Jaðarsbakkalaug. Góð þátttaka var á mótinu í ár en alls tóku 322 krakkar þátt frá tíu félögum. Það var því líf og fjör í lauginni um helgina enda stungu sundkrakkarnir sér alls 1519 sinnum til sunds. Í Grundaskóla gistu um 250 sundmenn, þjálfarar og fararstjórar…Lesa meira

true

Hlýjasta vor frá upphafi mælinga

Vorið 2025, þ.e. mánuðurnir apríl og maí, er það hlýjasta frá upphafi mælinga, sem ná allt aftur til ársins 1823. Þetta kemur fram vefsíðu Trausta Jónssonar veðurfræðings. Segir Trausti vorið sjónarmun hlýrra en vorið 1974. Sé horft til mánaðanna mars til maí snýst dæmið við og árið 1974 er sjónarmun hlýrra en 2025. Blaðamaður er…Lesa meira

true

Köttur úti í mýri heiðraðar fyrir framlag til barnamenningar

Grundfirski leshópurinn Köttur úti í mýri fékk viðurkenningu á dögunum fyrir framlag sitt til barnamenningar á Íslandi. Leshópurinn hefur verið ötull við að stuðla að lestri barna síðan hann var stofnaður. Viðurkenningin kallast Vorvindar IBBY á Íslandi og var afhent við hátíðlega athöfn á Borgarbókasafninu í Grófinni. IBBY á Íslandi eru frjáls félagasamtök áhugamanna um…Lesa meira

true

Hækka leigu félagslegs húsnæðis

Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt samhljóða tillögu velferðarnefndar sveitarfélagsins um hækkun húsaleigu félagslegra íbúða í sveitarfélaginu um 7,8% frá og með 1. júlí næstkomandi. Í bókun ráðsins kemur fram að samkvæmt reglum um húsaleigu skuli hún bundin vísitölu neysluverðs og leigan hafi síðast tekið breytingum í maí 2023. Því sé hækkunarþörf nú 7,8% eins og áður…Lesa meira

true

Verðbólga eftir vöruflokkum

Rannsóknasetur verslunar (RSV) birtir mánaðarlega á veltan.is verðbólgu eftir vöruflokkum. Þar eru teknir saman ýmsir vöruflokkar og ársbreyting verðlags birt. Í dag voru tölur maímánaðar birtar og má þar sjá nokkra flokka skera sig úr. Mest var lækkun á leikjatölvum og tölvuleikjum eða 15,7%. Hækkun var mest á súkkulaði (22,7%) en verðhækkanir á því má…Lesa meira

true

Styrkur til almenningssamgangna

Verkefnið Brúin um Borgarfjörð, á vegum Borgarbyggðar, hlaut á dögunum 2,8 milljóna króna styrk til verkefnisins. Tilgangur þess er að efla og festa í sessi almenningssamgöngur í Borgarfirði og „tryggja jafnræði, sér í lagi meðal barna í sveitarfélaginu til þess að sækja nám, íþrótta- og menningarstarfsemi sem og aðra þjónustu í Borgarnesi,“ eins og segir…Lesa meira

true

Lions gefur ágóðann af kútmagakvöldinu

Lionsklúbbur Grundarfjarðar hélt árlegt kútmagakvöld 8. mars síðastliðinn. Eins og venjan er þá var verið að safna fyrir einhverjum fyrirfram ákveðnum málefnum og að þessu sinni voru það Golfklúbburinn Vestarr og Skotfélag Snæfellsness sem fengu styrki, ein milljón króna hvort félag. Lions afhenti svo styrkina á golfmóti G.Run föstudaginn 30. maí þar sem forsvarsmenn félaganna…Lesa meira

true

Breytingar í ritstjórn

Um nýliðin mánaðamót urðu breytingar í ritstjórn Skessuhorns. Halldór Jónsson hóf þá störf sem blaðamaður og mun sinna skrifum á vef og í blað. Halldór er Ísfirðingur að uppruna, en hefur verið búsettur á Akranesi undanfarna tvo áratugi ásamt fjölskyldu sinni. Hann er útvegstæknir að mennt og hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja og sveitarstjórnarmálum.…Lesa meira