
Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Hlýjasta vor frá upphafi mælinga
Vorið 2025, þ.e. mánuðurnir apríl og maí, er það hlýjasta frá upphafi mælinga, sem ná allt aftur til ársins 1823. Þetta kemur fram vefsíðu Trausta Jónssonar veðurfræðings. Segir Trausti vorið sjónarmun hlýrra en vorið 1974. Sé horft til mánaðanna mars til maí snýst dæmið við og árið 1974 er sjónarmun hlýrra en 2025.