
Svipmynd frá Ólafsvík. Ljósm. mm
Ólsarar og Sandarar sjá brátt ljósið
Síðar í sumar hefjast að nýju framkvæmdir á vegum Mílu við lagningu ljósleiðara á Snæfellsnesi. Ráðist er í framkvæmdir á grunni átaksverkefnis sem gert var á síðasta ári milli Fjarskiptasjóðs og 25 sveitarfélaga um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026.