Fréttir

Slæmt veður fyrir norðan og austan – fé komið til bjargar

Slæmt veður gengur yfir landið og sýnu verst er það á norður- og austurlandi þar sem gular viðvaranir eru í gildi fram á morgundaginn. Meðfylgjandi myndir eru frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og sýna þegar fé var komið til bjargar í Skíðadal. Bændur og björgunarsveitafólk segja að þetta hafi gengið þokkalega en aðstæður engu að síður verið mjög krefjandi. Enn sé unnið í kappi við tímann og vonast til að dagurinn nægi til að leita að öllu fé og koma því í skjól. Fram kom á ruv.is að í kringum hádegi í dag tókst að koma um 60 kindum og lömbum í skjól á Hnjúki í Skíðadal.