Fréttir

Hótel Glymur stendur autt en ríkið er með húsið á leigu

Hótel Glymur í Hvalfirði hefur staðið autt frá því í september í fyrra og verður, að óbreyttu, autt þar til í haust. Vinnumálastofnun tók hótelið á leigu 1. október 2023 til þess að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd og var gert ráð fyrir að þar gætu búið á milli sextíu og sjötíu manns. Var þar einkum horft til fólks frá Venesúela, Afríku eða Úkraínu.