Fréttir

Grundarfjarðarbær kaupir jörðina Grund

Grundarfjarðarbær hefur fest kaup á jörðinni Grund í Grundarfirði. Kaupverðið er 70 milljónir króna samkvæmt kaupsamningi sem undirritaður var 17. maí síðastliðinn. Jörðin er talin vera 1000 hektarar að stærð þar af er ræktað land um þrír hektarar. Grund er húslaus jörð og er stór hluti landsins á vatnsverndarsvæði. Grundarfoss, sem er nokkuð vinsæll ferðamannastaður, er á jörðinni.