Fréttir

Samfélagsbrú Borgarbyggðar lokað tímabundið

Byggðaráð Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að hlé verði gert á tilraunarverkefninu Samfélagsbrúnni í sumar. Tillaga byggðaráðs er angi af stærra máli og tengist kostnaði sem fallið hefur að undanförnu á Borgarbyggð vegna búsetu flóttafólks á Bifröst og er að óbreyttu að sliga rekstur sveitarfélagsins líkt og fram kom í umfjöllun Skessuhorns í maí.