
Fjölvar Darri Rafnsson með þriðja lax sumarsins úr Norðurá í Borgarfirði.
Veiðin byrjaði vel í Norðurá í morgun
„Þetta var gaman, en laxinn veiddist á Bryggjunum og var 77 sentimetrar,“ sagði Fjölvar Daði Rafnsson sem veiddi þriðja laxinn í Norðurá í opnun árinnar í morgun. Hann bætti því við að það hafi verið andi kalt á árbakkanum í morgun. Að minnsta kosti fimm laxar höfðu veiðst í morgun sem verður að teljast gott í þessu tíðarfari, en það var Brynjar Þór Hreggviðsson sem veiddi fyrsta laxinn á Collie dog númer 12 á Eyrinni. Laxar hafa sést víða í ánni síðustu daga, eins og Eyrinni og víðar. „Þetta voru tvö rennsli og tveir fiskar á Eyrinni,“ sagði Brynjar Þór, ánægður með gang mála við ána.