Fréttir

true

Kalla eftir tilnefningum um Dalamann ársins

Ákveðið hefur verið að kalla eftir tilnefningum um Dalamann ársins 2025 og tilkynna um niðurstöðuna á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn. Í frétt á vef sveitarfélagsins er að finna rafrænt eyðublað þar sem svara þar tveimur spurningum til að atkvæðið sé tekið gilt. Þetta tilnefningarform verður opið til og með fimmtudeginum 12. júní. Menningarmálanefnd mun síðan tilkynna…Lesa meira

true

Leggja til 4,4% minni þorskkvóta á næstu vertíð

Hafrannsóknarstofnun leggur til 4,4% lækkun aflamarks í þorski á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september. Lækkar því ráðlagður heildarafli þorsks úr 213.214 tonnum í 203.822 tonn. Jafnframt segir stofnunin að gert sé ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks dragist saman næstu tvö til þrjú ár. Segir stofnunin ástæðuna mega rekja til þess að árgangar 2021…Lesa meira

true

Bleshæna með viðkomu á Heynestjörninni

Bleshæna er nú stödd á Heynestjörn, sem er skammt frá félagsheimilinu Miðgarði í Hvalfjarðarsveit. Fuglaáhugafólk hefur verið þar á ferð undanfarna daga og myndað, enda er þessi tegund sjaldgæf hér á landi og flokkast sem flækingur. Þó eru dæmi um að hún hafi orpið hér á landi. Bleshæna er einnig kölluð vatnahæna eða vatnaönd. Hún…Lesa meira

true

Sigur og jafntefli hjá Vesturlandsliðunum

Eftir þrjá tapleiki í röð komust liðsmenn Kára á Akranesi aftur á sigurbraut þegar þeir lögðu Víðismenn í Garði að velli í 2. deildinni í Akraneshöllinni á miðvikudaginn. Lið Víðis komst yfir á 49. mínútu með marki Uros Jemovic en Káramenn skoruðu tvö mörk; Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson á 76. mínútu og Marinó Hilmar Ásgeirsson á…Lesa meira

true

Stórt tap ÍA gegn HK í Höllinni

Lið ÍA og HK áttust við í sjöttu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í Akraneshöllinni í gærkvöldi. Liðin hafa átt misjöfnu gengi að fagna í sumar. HK er við toppinn en lið ÍA í neðri hluta deildarinnar. Það kom glöggt fram í leiknum því eftir 18 mínútna leik var lið HK komið tveimur mörkum yfir…Lesa meira

true

Myndin Draumar, konur og brauð verður sýnd á Arnarstapa

Heimilda kvikmyndin Draumar, Konur & Brauð verður sýnd í Samkomuhúsinu á Arnarstapa á Snæfellsnesi á annan dag hvítasunnu, mánudaginn 9. júní kl. 17:00. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Myndin fjallar um konur sem reka kaffihús á landsbyggðinni. Fimm kaffihús eru heimsótt og skyggnst er inn í líf kvennanna sem þau stofnuðu og reka og í…Lesa meira

true

Sumarbústaðaeigendur óska tafalausrar smölunar ágangsfjár

Félag lóðarhafa að Þórisstöðum II hafa óskað eftir því við Hvalfjarðarsveit að sauðfé sem nú er í landi Þórisstaða verði smalað tafarlaust. Vilja lóðarhafar meina að féð sé á beit innan girðingar m.a. á svæði sem skilgreint er sem vatnsverndarsvæði sem tengist vatnsbólum sem þjóna bæði sumarhúsabyggð og heimilum að Þórisstöðum. Vísa lóðarhafar til laga…Lesa meira

true

Bríet byggir í Búðardal

Framkvæmdir hófust í vikunni við byggingu parhúss í Búðardal sem væntanlega verður afhent leigjendum fyrir lok sumars. Það voru Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar og Iða Marsibil Jónsdóttir framkvæmdastjóri Leigufélagsins Bríetar sem tóku fyrstu skóflustunguna að húsinu sem rísa mun að Borgarbraut 2. Í húsinu verða tvær íbúðir, hvor um sig 63 fermetrar að stærð,…Lesa meira

true

Heiðar Mar ráðinn í starf framkvæmdastjóra ÍA

Íþróttabandalag Akraness hefur ráðið Heiðar Mar Björnsson í starf framkvæmdastjóra bandalagsins og tekur hann til starfa í síðasta lagi 1. ágúst næstkomandi. Tekur hann við starfinu af Guðmundu Ólafsdóttur, sem óskað hefur eftir því að láta af störfum, en hún hefur gegnt starfinu í tæp fimm ár. Heiðar Mar er menntaður kvikmyndagerðarmaður með áherslu á…Lesa meira

true

Gaf skólanum boltalaga boltahús

Við skólaslit í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar fyrr í vikunni nýttu nemendur og starfsfólk skólans tækifærið og kölluðu Guðmund Hallgrímsson fyrrum ráðsmann til sín. Vildu þau sýna honum þakklætisvott. Guðmundur hafði nefnilega nýverið sett upp nýmóðins og einkar glæsilegt boltahús á skólalóðinni. Í frétt frá skólanum segir að Guðmundur hafi fregnað að skólinn væri í vandræðum…Lesa meira