
Heiðar Mar Björnsson og Gyða Björk Bergþórsdóttir formaður stjórnar ÍA. Ljósm. ÍA
Heiðar Mar ráðinn í starf framkvæmdastjóra ÍA
Íþróttabandalag Akraness hefur ráðið Heiðar Mar Björnsson í starf framkvæmdastjóra bandalagsins og tekur hann til starfa í síðasta lagi 1. ágúst næstkomandi. Tekur hann við starfinu af Guðmundu Ólafsdóttur, sem óskað hefur eftir því að láta af störfum, en hún hefur gegnt starfinu í tæp fimm ár.