
Starfsfólk vinnuskólans við rakstur. Ljósm. úr safni/vaks
Fleiri sækjast eftir starfi í Vinnuskóla Akraness
Fleiri ungmenni sækjast eftir vinnu hjá Vinnuskóla Akraneskaupstaðar en gert var ráð fyrir og því þarf að grípa til fækkunar vinnustunda. Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar hefur umsjón með rekstri Vinnuskólans. Hann segir að gert hafi verið ráð fyrir um 300 umsóknum um störf en nú stefni í að þær verði um 340 talsins. Öll ungmenni í 8.-10. bekk grunnskólanna geta sótt um starf í vinnuskólanum og að auki geta 17 ára ungmenni einnig sótt um starf.