
Kristján og eiginkona hana Rannveig Finnsdóttir.
Nú gefst meiri tími fyrir konuna, hestana og ringó
Kristján Þormar Gíslason lét af störfum hjá Borgarbyggð á dögunum eftir 27 ára störf. Þar gegndi hann ýmsum störfum. Var skólastjóri í fimmtán ár og síðar skjalavörður og þjónustufulltrúi í Ráðhúsi sveitarfélagsins. Nú er það frekar hversdagslegt að fólk láti af störfum sökum aldurs en það gerir tímamótin ekki minni fyrir hvern þann sem á þeim stendur.