
Hér er grunnur að nýja íþróttahúsinu kominn, en síðan myndin var tekin hefur húsið verið reist. Ljósm. úr safni/hig
Verðþrýstingur í útboðum
Af niðurstöðum útboða Hvalfjarðarsveitar í framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins að undanförnu má ráða að talsverður þrýstingur sé á verkkostnað til hækkunar. Aðeins eitt tilboð barst í 2. áfanga byggingar íþróttahússins við Heiðarborg. Um er að ræða frágang innanhúss, lagnir, raflagnir, innréttingar ásamt frágangi lóðar. Tilboð K16 ehf. var að fjárhæð rúmar 633 milljónir króna en kostnaðaráætlun var rúmar 584 milljónir. Tilboðið er því 8,4% yfir kostnaðaráætlun.