Fréttir

true

Verðþrýstingur í útboðum

Af niðurstöðum útboða Hvalfjarðarsveitar í framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins að undanförnu má ráða að talsverður þrýstingur sé á verkkostnað til hækkunar. Aðeins eitt tilboð barst í 2. áfanga byggingar íþróttahússins við Heiðarborg. Um er að ræða frágang innanhúss, lagnir, raflagnir, innréttingar ásamt frágangi lóðar. Tilboð K16 ehf. var að fjárhæð rúmar 633 milljónir króna en…Lesa meira

true

Ríflega hálfur milljarður á Vesturland í hlutdeildarlán

Frá því að hlutdeildarlán voru tekin í upp í árslok 2020 hafa verið veitt 1.006 slík lán að upphæð 10,4 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari félags- og húsnæðismálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar. Af þessum lánum voru 67 þessara lána nýtt til kaupa á fasteignum á Vesturlandi að fjárhæð 553 milljónir…Lesa meira

true

Skrásetti sögu stærstu ættar á Íslandi

Gunnlaugsstaðaættin úr Borgarfirði komin út á bók Í október á síðasta ári kom út bókin Gunnlaugsstaðaættin. Hún var prentuð í A4 broti, 192 síður en hana skrifaði Sigurður Oddsson og gaf út í 100 eintökum á 90 ára afmæli sínu 22. október. Á ættarmóti í fyrrasumar kynnti Sigurður bók sína fyrir skyldfólki sínu og seldi…Lesa meira

true

Veiðin byrjaði vel í Norðurá í morgun

„Þetta var gaman, en laxinn veiddist á Bryggjunum og var 77 sentimetrar,“ sagði Fjölvar Daði Rafnsson sem veiddi þriðja laxinn í Norðurá í opnun árinnar í morgun. Hann bætti því við að það hafi verið andi kalt á árbakkanum í morgun. Að minnsta kosti fimm laxar höfðu veiðst í morgun sem verður að teljast gott…Lesa meira

true

Askja lokar brátt nýlegri starfsstöð sinni á Akranesi

Bílaumboðið Askja hefur ákveðið að loka starfsstöð fyrirtækisins við Innnesveg 1 á Akranesi. Bílasalan verður starfrækt út þennan mánuð en verkstæðinu verður lokað nú í vikulokin. Söluumboðið ásamt þjónustuverkstæði hefur verið til húsa við Innnesveg 1 frá því í apríl 2024 í þeim hluta hússins þar sem Bílver hafði verið frá því húsið var byggt.…Lesa meira

true

Hótel Glymur stendur autt en ríkið er með húsið á leigu

Hótel Glymur í Hvalfirði hefur staðið autt frá því í september í fyrra og verður, að óbreyttu, autt þar til í haust. Vinnumálastofnun tók hótelið á leigu 1. október 2023 til þess að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd og var gert ráð fyrir að þar gætu búið á milli sextíu og sjötíu manns. Var þar…Lesa meira

true

Hæst hlutfall félagslegra íbúða í Grundarfirði

Grundarfjarðarbær er það sveitarfélag á Vesturlandi þar sem hlutfall félagslegra leiguíbúða er hæst ef marka má svar félags- og húsnæðismálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar um félagslegar leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga. Önnur sveitarfélög á Vesturlandi þ.e. Skorradalshreppur, Hvalfjarðarsveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Dalabyggð hafa ekki yfir að ráða félagslegum leiguíbúðum ef marka má…Lesa meira

true

Hætt við íhlutun UMSB í málefni hestamannafélagsins

Vantraust lagt fram Til stóð að á morgun, fimmtudaginn 5. júní, yrði fundur í hestamannafélaginu Borgfirðingi, þar sem eina málið á dagskrá yrði kosning nýrrar stjórnar. Eins og fram kom í frétt hér á vefnum á sunnudaginn var það Bjarney L Bjarnadóttir framkvæmdastjóri UMSB sem boðaði til fundarins í ljósi þess að helmingur stjórnar hestamannafélagsins…Lesa meira

true

Grundarfjarðarbær kaupir jörðina Grund

Grundarfjarðarbær hefur fest kaup á jörðinni Grund í Grundarfirði. Kaupverðið er 70 milljónir króna samkvæmt kaupsamningi sem undirritaður var 17. maí síðastliðinn. Jörðin er talin vera 1000 hektarar að stærð þar af er ræktað land um þrír hektarar. Grund er húslaus jörð og er stór hluti landsins á vatnsverndarsvæði. Grundarfoss, sem er nokkuð vinsæll ferðamannastaður,…Lesa meira

true

Spurt um heilsugæslur og stöðugildi lækna

Ólafur Adolfsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um heilsugæslur og stöðugildi lækna. Spurt er m.a. um hversu margir íbúar búi á starfssvæðum hverrar starfsstöðvar heilsugæslu á landsbyggðinni. Einnig hversu marga íbúa mönnunarlíkan geri ráð fyrir að hvert stöðugildi læknis þjónusti og sömuleiðis hversu margir íbúar liggi að baki hverju…Lesa meira