Fréttir

true

Dalablað fylgir Skessuhorni í næstu viku

Með Skessuhorni í næstu viku, miðvikudaginn 11. júní, mun fylgja 24 síðna sérblað um Dalabyggð. Blaðið er afurð samstarfs starfsfólks Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Skessuhorns. Í því verður vaxandi samfélag kynnt með ýmsum hætti. Auk hefðbundins upplags verður blaðið prentað í 5000 eintökum og dreift í Dölum bæði á heimili fólks og…Lesa meira

true

Flokkur fólksins skoðar framboð til sveitarstjórna

Nú þegar einungis tæpt ár er til næstu sveitarstjórnakosninga vakna spurningar um þá flokka sem hugsanlega munu bjóða fram, ekki síst þá sem haslað hafa sér völl á síðustu árum. Einn þeirra er Flokkur fólksins sem hlaut tvo menn kjörna í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Flokks fólksins, segir vinnu komna af…Lesa meira

true

Samfélagsbrú Borgarbyggðar lokað tímabundið

Byggðaráð Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að hlé verði gert á tilraunarverkefninu Samfélagsbrúnni í sumar. Tillaga byggðaráðs er angi af stærra máli og tengist kostnaði sem fallið hefur að undanförnu á Borgarbyggð vegna búsetu flóttafólks á Bifröst og er að óbreyttu að sliga rekstur sveitarfélagsins líkt og fram kom í umfjöllun Skessuhorns í maí. Samfélagsbrúin…Lesa meira

true

Hvassviðri vel fram á kvöldið

Viðvaranir vegna hvassviðris verða í gildi um allt vestanvert landið til kvölds. Við Faxaflóa er spáð norðan 15-23 m/s og hviður geta farið yfir 30 m/s. Svipuðu veðri er spáð við Breiðafjörð, en viðvörun þar gildir til klukkan 2 í nótt. Við þessar aðstæður er varasamt að vera á ferðalögum, einkum fyrir ökutæki sem taka…Lesa meira

true

Slæmt veður fyrir norðan og austan – fé komið til bjargar

Slæmt veður gengur yfir landið og sýnu verst er það á norður- og austurlandi þar sem gular viðvaranir eru í gildi fram á morgundaginn. Meðfylgjandi myndir eru frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og sýna þegar fé var komið til bjargar í Skíðadal. Bændur og björgunarsveitafólk segja að þetta hafi gengið þokkalega en aðstæður engu að síður verið…Lesa meira

true

Ólsarar og Sandarar sjá brátt ljósið

Síðar í sumar hefjast að nýju framkvæmdir á vegum Mílu við lagningu ljósleiðara á Snæfellsnesi. Ráðist er í framkvæmdir á grunni átaksverkefnis sem gert var á síðasta ári milli Fjarskiptasjóðs og 25 sveitarfélaga um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Að sögn Reynis Jónassonar hjá Mílu er stefnt að því að hefja framkvæmdir í…Lesa meira

true

Líf og fjör á VIT-HIT leikunum á Akranesi

Um liðna helgi fóru VIT-HIT leikarnir í sundi fram í Jaðarsbakkalaug. Góð þátttaka var á mótinu í ár en alls tóku 322 krakkar þátt frá tíu félögum. Það var því líf og fjör í lauginni um helgina enda stungu sundkrakkarnir sér alls 1519 sinnum til sunds. Í Grundaskóla gistu um 250 sundmenn, þjálfarar og fararstjórar…Lesa meira

true

Hlýjasta vor frá upphafi mælinga

Vorið 2025, þ.e. mánuðurnir apríl og maí, er það hlýjasta frá upphafi mælinga, sem ná allt aftur til ársins 1823. Þetta kemur fram vefsíðu Trausta Jónssonar veðurfræðings. Segir Trausti vorið sjónarmun hlýrra en vorið 1974. Sé horft til mánaðanna mars til maí snýst dæmið við og árið 1974 er sjónarmun hlýrra en 2025. Blaðamaður er…Lesa meira

true

Köttur úti í mýri heiðraðar fyrir framlag til barnamenningar

Grundfirski leshópurinn Köttur úti í mýri fékk viðurkenningu á dögunum fyrir framlag sitt til barnamenningar á Íslandi. Leshópurinn hefur verið ötull við að stuðla að lestri barna síðan hann var stofnaður. Viðurkenningin kallast Vorvindar IBBY á Íslandi og var afhent við hátíðlega athöfn á Borgarbókasafninu í Grófinni. IBBY á Íslandi eru frjáls félagasamtök áhugamanna um…Lesa meira

true

Hækka leigu félagslegs húsnæðis

Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt samhljóða tillögu velferðarnefndar sveitarfélagsins um hækkun húsaleigu félagslegra íbúða í sveitarfélaginu um 7,8% frá og með 1. júlí næstkomandi. Í bókun ráðsins kemur fram að samkvæmt reglum um húsaleigu skuli hún bundin vísitölu neysluverðs og leigan hafi síðast tekið breytingum í maí 2023. Því sé hækkunarþörf nú 7,8% eins og áður…Lesa meira