Fréttir

true

Sumarbústaðaeigendur óska tafalausrar smölunar ágangsfjár

Félag lóðarhafa að Þórisstöðum II hafa óskað eftir því við Hvalfjarðarsveit að sauðfé sem nú er í landi Þórisstaða verði smalað tafarlaust. Vilja lóðarhafar meina að féð sé á beit innan girðingar m.a. á svæði sem skilgreint er sem vatnsverndarsvæði sem tengist vatnsbólum sem þjóna bæði sumarhúsabyggð og heimilum að Þórisstöðum. Vísa lóðarhafar til laga…Lesa meira

true

Bríet byggir í Búðardal

Framkvæmdir hófust í vikunni við byggingu parhúss í Búðardal sem væntanlega verður afhent leigjendum fyrir lok sumars. Það voru Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar og Iða Marsibil Jónsdóttir framkvæmdastjóri Leigufélagsins Bríetar sem tóku fyrstu skóflustunguna að húsinu sem rísa mun að Borgarbraut 2. Í húsinu verða tvær íbúðir, hvor um sig 63 fermetrar að stærð,…Lesa meira

true

Heiðar Mar ráðinn í starf framkvæmdastjóra ÍA

Íþróttabandalag Akraness hefur ráðið Heiðar Mar Björnsson í starf framkvæmdastjóra bandalagsins og tekur hann til starfa í síðasta lagi 1. ágúst næstkomandi. Tekur hann við starfinu af Guðmundu Ólafsdóttur, sem óskað hefur eftir því að láta af störfum, en hún hefur gegnt starfinu í tæp fimm ár. Heiðar Mar er menntaður kvikmyndagerðarmaður með áherslu á…Lesa meira

true

Gaf skólanum boltalaga boltahús

Við skólaslit í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar fyrr í vikunni nýttu nemendur og starfsfólk skólans tækifærið og kölluðu Guðmund Hallgrímsson fyrrum ráðsmann til sín. Vildu þau sýna honum þakklætisvott. Guðmundur hafði nefnilega nýverið sett upp nýmóðins og einkar glæsilegt boltahús á skólalóðinni. Í frétt frá skólanum segir að Guðmundur hafi fregnað að skólinn væri í vandræðum…Lesa meira

true

Uppskerubrestur í fyrra leiðir til stórfellds innflutnings

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega innflutningsupplýsingar fyrir valda vöruflokka á veltan.is. Þar eru birt gögn um innflutningsverðmæti vöruflokka í dagvöru, bílum, raftækjum og byggingavörum.  Tölur um innflutning í apríl hafa nú verið birtar og vekur þar athygli að aldrei hefur verið flutt til landsins jafn mikið af kartöflum í aprílmánuði. Hvort sem miðað er við verðmæti…Lesa meira

true

Þrír milljarðar til viðhalds vega í fjáraukalögum

Í frumvari til fjáraukalaga sem fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram á Alþingi í gær er lagt til að að fjárheimildir til samgöngumála verði auknar um þrjá milljarða króna. Er fjárveitingin sögð vegna ástands þjóðvega. Skipting þessara fjármuna kemur ekki fram en í rökstuðningi með frumvarpinu segir m.a. að líftíma- og ástandsgreining vega á landsvísu hafi…Lesa meira

true

Nú gefst meiri tími fyrir konuna, hestana og ringó

Kristján Þormar Gíslason lét af störfum hjá Borgarbyggð á dögunum eftir 27 ára störf. Þar gegndi hann ýmsum störfum. Var skólastjóri í fimmtán ár og síðar skjalavörður og þjónustufulltrúi í Ráðhúsi sveitarfélagsins. Nú er það frekar hversdagslegt að fólk láti af störfum sökum aldurs en það gerir tímamótin ekki minni fyrir hvern þann sem á…Lesa meira

true

Fleiri sækjast eftir starfi í Vinnuskóla Akraness

Fleiri ungmenni sækjast eftir vinnu hjá Vinnuskóla Akraneskaupstaðar en gert var ráð fyrir og því þarf að grípa til fækkunar vinnustunda. Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar hefur umsjón með rekstri Vinnuskólans. Hann segir að gert hafi verið ráð fyrir um 300 umsóknum um störf en nú stefni í að þær verði um 340 talsins. Öll…Lesa meira

true

Boðað til félagsfundar í hestamannafélaginu Borgfirðingi

Boðað hefur verið til félagsfundar í Hestamannafélaginu Borgfirðingi þriðjudaginn 10. júní næstkomandi klukkan 21 í félagsheimili Borgfirðings. „Fundarefni er, vantrauststillaga borin upp á alla stjórn hestamannafélagsins Borgfirðings. Verði vantraustillagan samþykkt þá fari fram stjórnarkjör allra átta stjórnarsæta til bráðabirgða þar sem nýtt fólk tekur við af fyrri stjórn fram að næsta aðalfundi,“ segir í fundarboði…Lesa meira

true

Full margir að flýta sér

Í vikunni sem leið hafði Lögreglan á Vesturlandi afskipti af rúmlega 80 ökumönnum vegna of hraðs aksturs. Einnig voru um 100 hraðabrot mynduð með hraðamyndavélabíl embættisins. Tveir ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur og voru þeir handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem tekin voru sýni til frekari rannsóknar. Nokkrir voru staðnir að því…Lesa meira