
Þeir glöddust starfsmenn Heitra potta í Reykjavík á dögunum þegar Grundfirðingurinn Magnús Karlsson renndi í hlaðið og vildi kaupa af þeim rafkyntan heitan pott. Eftir stutt samtal tókust samningar um kaup Magnúsar og hátt í 400 kílóa ferlíki var hans. Sagðist starfsmaðurinn senda pottinn með næstu ferð flutningabíls í Hvalfjörðinn, þar sem Magnús heldur til.…Lesa meira








