
Vinirnir Valdi og Gummi eru spenntir fyrir sumrinu. Ljósm. vaks
Líf og fjör í sundlauginni að Hlöðum í sumar
Sundlaugin að Hlöðum var opnuð á Uppstigningardag í fyrsta skipti í sumar en hún er einungis opin yfir sumartímann og verður opin í júní, júlí og mest allan ágúst. Opnunartíminn er mánudaga og föstudaga frá klukkan 12-20 og um helgar frá kl. 10-20. Sundlaugin er staðsett við félagsheimilið að Hlöðum. Félagarnir Guðmundur Júlíusson og Valdimar Ingi Brynjarsson tóku við rekstri sundlaugarinnar fyrir skömmu til næstu tveggja ára og blaðamaður Skessuhorns kíkti í vikunni á þá Gumma og Valda á Hlöðum þar sem þeir voru á fullu að undirbúa opnun laugarinnar.