
Dæmt hefur verið að Booking.com hafi brotið gegn samkeppnislögum Evrópusambandsins. Tilgangur málsóknarinnar er að sækja skaðabætur fyrir tjón hótela.
Hvetja til hópmálssóknar gegn Booking.com
Samtök ferðaþjónustunnar, evrópsku hagsmunasamtökin HOTREC og yfir 25 landssamtök fyrirtækja í gistiþjónustu víðs vegar um Evrópu, standa nú sameiginlega að hópmálsókn gegn bókunarvefnum Booking.com. „Íslensk hótel geta tekið þátt í málsókninni sér að kostnaðarlausu og eru hvött til að skrá sig til þátttöku í gegnum vefinn www.mybookingclaim.com. Athugið að síðasti skráningardagur er 31. júlí 2025,“ segir í tilkynningu frá Skapta Erni Ólafssyni upplýsingafulltrúa Samtaka ferðaþjónustunnar.